top of page

Skilmálar - Hreinsun

 

1. Gildissvið og gildistaka

1.1 Skilmálar þessir skulu gilda um þá þjónustu sem Sneaks.is taka að sér

1.2 Skilmálar þessir gilda frá 01.06.23

 

2. Greiðslur og kostnaður

2.1 Greitt er fyrir hreinsun eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru við bókun

 

3. Hreinsun

3.1 Við notumst við viðurkenndar aðferðir við handhreinsun á strigaskóm með viðurkenndum efnum

3.2 Tekið skal fram að ekki er alltaf hægt að fjarlægja öll óhreinindi eða bletti. Sérstaklega ef þau eru rótgróin eða hafa verið án meðferðar í mjög langan tíma og því farin að samlagast efninu.

3.3 Litarefni sem ekki eru litföst geta að einhverju leyti tapast eða runnið til

3.4 Sé auðséð fyrir hreinsun að hún sé ekki vænleg til árangurs verður haft samband við viðskiptavin áður en hreinsun er hafin 

 

4. Ábyrgðarsvið

4.1 Sneaks.is (2019 ehf) bera almenna ábyrgð á flutningi og meðferð skónna meðan þeir er í umsjá okkar

4.1  Ljósmyndir verða teknar af skóm bæði fyrir og eftir hreinsun

5. Ábyrgðartakmörkun

5.1 Sneaks.is (2019 ehf) bera ekki ábyrgð ef skór þola ekki hreinsun sbr. 3. lið og skv. leiðbeiningum framleiðanda

5.2 Sneaks.is (2019 ehf) bera ekki ábyrgð þoli skór ekki sértæka hreinsun skv. 3. lið enda liggi samþykki og ósk viðskipavinar fyrir henni

5.3 Viðskiptavinur skal ganga úr skugga um að skór þoli almenna hreinsun og skv. leiðbeiningum framleiðanda

5.4 Sneaks.is (2019 ehf) bera ekki ábyrgð á sliti, t.d. vegna lélegra líminga

 

6. Lög og varnarþing

6.1 Íslensk lög skulu gilda um þessa skilmála og réttarsamband 2019 ehf við viðskiptavini

6.2 Mál vegna skilmála þessara skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og öðrum íslenskum áfrýjunardómstólum, eftir því sem við á.

 

Vegna lyktar: Þó svo að við gerum okkar besta til að gefa skónum þínum ferskan blæ ábyrgjumst við ekki að hreinsun okkar geti fjarlægt alla vonda lykt algjörlega. Forvarnir eru lykillinn hér.  Að bera sápu og vatn á fæturna gerir kraftaverk. Við mælumst líka gegn því að vera í skófatnaði án sokka af einhverju tagi, þó svo að það því sé haldið í lágmarki.  Berir fætur í skóm valda því að bakteríur setjast fyrir í skónum sem síðan valda ólykt.

bottom of page